fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Blóðug, skítug og snjóug

Það sprakk á bílnum mínum í gær, í þriðja skipti á jafn mörgum vikum held ég. Þetta er að verða frekar þreytt. En í þetta skiptið ákváðum við Jóhanna að vera hetjur og skipta sjálfar um dekkið, sem við svo gerðum, beint fyrir framan KB banka hjá Hlemmi. Og við sýndum snilldartilþrif, þetta var allt ryðgað og drullugt og svo snjóaði brjálæðislega í ofanálag, við orðnar drulluskítugar og ég nett blóðug, og rennandi blautar af snjó, og ég var skyndilega gripin óstjórnlegri löngun til að spangóla "Eye of the Tiger". Sem ég gerði ekki því Jóhanna var vopnuð einhverju svona "skiptaumdekk" verkfæri. En það hefði verið svakalega töff. Ég var svo ánægð með skítugu hendurnar mínar að ég tímdi varla að þvo þær, og gerði ekki fyrr en ég var búin að sýna þær öllum í Gym 80. Þeim fannst ég töff. Sögðu þeir, en svipurinn á þeim var svolítið dularfullur...

Engin ummæli: