föstudagur, febrúar 18, 2005

Helgin framundan. Jahá.

Nú stefnir allt í helgi. Sem er undarlegt því það er samkvæmt mínu bókhaldi fullstutt síðan um síðustu helgi. Mitt bókhald er í sjokki. Þessa helgi á að bralla ýmislegt, en ekkert svosem óvenjulegt eða hippogkúl svo ég held ég ætli ekki að fjalla um það hér. Ég bý í rútínu og það er kannski svolítið gróft að láta ykkur alltaf lesa lýsingu á helgunum mínum þegar þær eru allar meira og minna eins. Æðislegar, en eins.
Já, svo er það eitt, þið hinir ABC foreldrarnir, fenguð þið líka bara greiðsluseðla fyrir tvo mánuði en ekki þrjá eins og venjulega með síðustu sendingu? Er búið að breyta kerfinu eða rændi einhver greiðsluseðlinum mínum? Breytir einhver kerfinu án þess að spyrja mig?
Og hvernig byrjaði Americas Next Top Model án þess að ég tæki eftir því??? Ha? Birta? Kom heim í gær og náði síðustu 5 mínútunum af einhverri endursýningu, rétt sá í stélið á smá móðursýkiskasti og brostnum prinsessudraumum en veit ég missti af allavega einni "elimination", sem þýðir að fullt af litlum fyrirsætlingum fór skælandi heim án þess að ég væri þar til að sjá það. Sem er slæmt. Það er ekki skrýtið að það sé ekki búið að finna lækningu á eyðni, þegar fólk með alla möguleika til að gera það sem það vill, eins og ég, hangir heima endalaust með aulaglott að horfa á raunveruleikaþætti um alla hina aulana sem eiga ekkert líf. Kaldhæðni?

Engin ummæli: