sunnudagur, febrúar 20, 2005

Gullberg. Tileinkað Jóhönnu.

Jæja, ég var búin að lofa því að næsta færsla yrði um Gullberg (Goldberg) sem er nýuppgötvaður vinur okkar Jóhönnu. Vorum að passa á föstudagskvöldið þegar við villtumst inná glímukappasíðu og misstum okkur aðeins, eyddum því sem eftir var kvöldsins í að urra og góla "Goldberg" og "Batista". Held að karlmannsleysið sé farið að rugla í hausnum á okkur... Af þessu tilefni hófst annað og öllu karlmannlegra stig heilsuátaks og við erum búnar að borða eins og módel og lyfta eins og dívurnar sem við erum síðan. Vei. Nema við fengum okkur okkar vikulega Álfheimaís áðan í miðri heilsugeðveikinni en maður er hvergi óhultur, vissum ekki fyrr en Sölvi Fannar og Ítalinn í spandexinu voru búnir að grípa okkur glóðvolgar með skeið í annarri og kransæðastíflu í hinni. Rats. Sýndum samt hörðu hliðina á geislandi kvenleika okkar í vinnunni í gær þegar það ráfuðu inn 6 byllifyttur og fóru í baðstofuna, við enduðum á að henda þeim öllum út með látum og unnum okkur þannig inn smá "streetcred" frá Össuri Skarphéðins, sem er einmitt maður vikunnar fyrir að aðstoða við aðgerðina. Úggabúgga.

Engin ummæli: