Það er greinilega alveg hægt að stjórna því hvernig fólk sér mann, sem er svolítið merkilegt. Ég t.d. vaknaði í morgun og fannst ég sæt. Sem er reyndar tímaskekkja því árshátíðin er ekki fyrr en á morgun og það er alveg happa glappa hvort ég verð líka sæt á morgun, en við krossum bara putta og vonum það besta. Ég semsagt skellti mér svo í vinnuna í sæta skapinu og viti menn, það voru alveg þrír sem sáu sig knúna til að segja mér hvað ég væri sæt. Það gæti reyndar líka þýtt að ég væri venjulega frekar sjabbí, en við skulum ekki spá í það. Svo nú vil ég að allir skutli sér í sæta skapið og láti dást að sér, gott að láta strjúka egóinu aðeins fyrir helgina! Komaso!
föstudagur, febrúar 11, 2005
Við erum ofsa sæt
Birt af Unnur kl. 01:25
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli