miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Birgitta a.k.a. Rut Reginalds

Ég veit ég er æðislega mikið eftirá en ég var að sjá Birgittu dúkkuna almennilega í fyrsta skipti í Hagkaupum áðan, og eins og allir voru búnir að segja mér er hún ekkert lík fyrirmyndinni, en það sem enginn hafði sagt mér var að hún er hinsvegar nauðalík Rut Reginalds! Eftir yfirhalningu. Er ekki bara eitthvað rangt við það að halda að börnum dúkku af konu með brotna sjálfsmynd sem lagðist undir hnífinn í þeirri von að nyrðri brjóst myndu lækna allt? Mikið er ég fegin að eiga ekki börn, það er alltof mikið álag að reyna að vera alltaf einu skrefi á undan þessu samsæri.

Engin ummæli: