fimmtudagur, febrúar 24, 2005

On again, off again...

Brjál. Alveg brjál. Var loksins búin að ákveða í hvaða háskóla ég ætlaði að sækja um næsta vetur og meira að segja hvaða áfanga ég ætlaði að taka þegar ég hitti stelpu sem var í sömu deild þar í fyrra og bar staðnum ekki góða söguna. Svo ég verð að taka nýja ákvörðun og það er langt frá því að vera mín sterkasta hlið, þessi litla vog eltir skottið á sér í marga hringi áður en hún dettur niður á svörin og eftir alla hringina í síðustu lotu held ég að önnur gæti orsakað svima og uppköst. Býður sig einhver fram til að ákveða þetta bara fyrir mig? Skal borga*.
(*Laun eru 3 pennar merktir World Class og mandarína með skrautlega fortíð.)

Engin ummæli: