föstudagur, janúar 28, 2005

In luv

Ég er ástfangin af kálfinum hennar Birtu! Sem er tæknilega séð ekki kálfur heldur séffer og tæknilega séð ekki hundurinn hennar Birtu ennþá heldur í prufu, en ég get ekki séð hvernig hún ætti að geta fengið það af sér að skila litla skrímslinu... Loppurnar á honum eru allsstaðar og hann hleypur eins og hestur, ég vil! Ég vil, ég vil, ég vil!!! (Nú er kötturinn minn einhversstaðar með sting í hjartanu og skilur ekki af hverju... Elskana samt. En hún er bara svo... lítil...)
Og ég kann ofsa vel að meta það að athugasemdin mín varðandi snjóinn hafi hlotið hljómgrunn en var aaalveg nauðsynlegt að breyta honum í hálku? Blóm eða glimmer hefði alveg virkað fínt sko. Confetti líka. Nei, hvað er að sjá! Kommutakkanum mínum er batnað! Vúhú! Hefði kannski átt að bíða minna en tvö ár með að fá mér vírusvörn. Nema þetta sé vegna þess að ég tók takkana af lyklaborðinu og fjarlægði hálfa köttinn sem leyndist þar undir.

Engin ummæli: