sunnudagur, janúar 09, 2005

Niður með áramótaheit!

Mér er orðið meinilla við þetta fyrirbæri "áramótaheit". Ekki bara vegna þess að ég stend aldrei við mín lengur en ca. hálfa nýársnóttina því ég man þau aldrei daginn eftir, heldur líka vegna þess að þau eru ástæða þess að vinnan mín er eins og geðveikrahæli þessa dagana. Skvap er krúttlegt, allir heim að horfa á vídjó og borða snakk, einntveirog! Það er ekki farandi á æfingu lengur fyrir þessu liði. Annars hafa þessir fyrstu dagar nýja ársins verið helgaðir smáborgarahætti og vangaveltum um ómerkilega hluti, sem er hreint alveg ágætt svona eftir próflestur og vesen. Er til dæmis búin að brjóta heilann mikið um það síðustu dagana hvort ég á að fara á salsanámskeið eða í brasilískt jiu jitsu (a.k.a. tissjú). Yndislegt að það skuli ekki alvarlegri hlutir hvíla á manni! Við fórum í prufutíma í tissjúinu á miðvikudaginn og það var frekar magnað, þetta er víst hannað fyrir lítið fólk til að ráða við stórt fólk sem hljómar mjög patent fyrir mig en ég nenni þessu samt varla því ég er svo léleg... Þoli ekki hluti sem maður þarf að æfa sig í til að verða góður. Foj. Held líka að annar kennarinn haldi að ég sé alveg tóm í hausnum eftir að ég spjallaði fullt við hann á námskeiðinu og þekkti hann svo ekki þegar hann afgreiddi mig í Útilífi DAGINN EFTIR. Ég er svo mikill lúði. Ah. Svo er ég að verða pirruð á að fá ekki einkunnirnar mínar ennþá, er bara búin að fá eina. Og var sátt við hana, sem ég bjóst ekki við að verða. Svo kannski vil ég bara ekkert fá hinar :) Hm, ég get semsagt ekki talað í samhengi í kvöld svo ég reyni þetta bara aftur seinna!

Engin ummæli: