Ég er sama upptekna býflugan og venjulega, og bloggið er greinilega ekki mjög ofarlega á forgangslistanum... Skólinn er byrjaður og lofar bara góðu enn sem komið er, farin að æfa á fullu og lifa á allskonar dufti og pillum sem gera mig ennþá ofvirkari en venjulega, er að reyna að púsla saman hvað ég ætla að gera í sumar og næsta vetur, vinna hingað og þangað og bara dreifa gleðinni. Ég er allavega að dreifa heilmikilli gleði í tækjasalnum í gym 80, enda þarf mikið til að ég haldi andlitinu þar. Reyndi að sannfæra gæjann á eftir mér að það væru bara engir pinnar í tækinu til að byrja með, hann keypti það ekki og á endanum varð ég að segja honum hvar þeir væru. Í hendinni minni. Ég var skömmustuleg.
Sé reyndar framá að þurfa að eyða ansi miklum peningum á næstu dögum, sem mér líst ekkert á, enda hélt ég að jólin hefðu verið í fyrra. Ég er eitthvað mis. En eftir próteinglútamínblah kaup og bókakaup þá hefst sparnaðarátak áratugarins, og mun ég lifa munkalífi fram á sumar ef allt gengur samkvæmt áætlun. Sem það gerir ekki. Því það er verið að reyna að draga mig hingað og þangað um landið og milli landa og ég hef engan viljastyrk þegar kemur að ferðalögum. Stefnir allt í að ég eyði páskunum á Akureyri, sem er merkilegt fyrir þær sakir að ég hef verið þar nógu oft til að vita að þangað er ekkert að sækja. Skrifast á heilaþvott.
Já, og nóg af snjó takk. Komið gott.
miðvikudagur, janúar 19, 2005
Bissí bí
Birt af Unnur kl. 21:22
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli