Síðasta prófið á morgun! Ég hélt þessi dagur myndi aldrei koma... Prófin eru annars búin að ganga upp og niður, munnlega prófið gekk betur en ég hélt því ég skyldi allavega spurningarnar, sem var mitt helsta áhyggjuefni fyrir prófið. Ef ég hefði bara vitað svörin við þeim líka hefði það auðvitað verið ennþá betra, en maður getur ekki beðið um allt. Annars er ég helst pirruð á því að þurfa að bíða FRAM Í JÚNÍ eftir að fá að vita hvort ég náði einhverju af þessu eða ekki. LÍN er auðvitað ekki alveg vön svona ósköpum, ekki frekar en ég, svo við verðum báðar að reyna að hemja forvitnina fram á sumar. Skemmtileg þessi forræðishyggja hjá Frökkunum, það er meðaltalið yfir árið sem ræður því hvort maður nær því eða ekki, og þeir eru hræddir um að fullorðna fólkið í háskólanum þeirra leggi sig ekki fram á næstu önn ef það veit að því gekk sæmilega í þessum prófum. Ég myndi segja að það væri þá bara þeirra vandamál, en þess vegna hef ég heldur aldrei verið beðin um að reka háskóla.
Þá er að bíta á jaxlinn og lesa þetta síðasta kvöld í bili...
Annars er þetta það sem gerist þegar mér leiðist í prófum (annað en að herbergið mitt verður fáránlega hreint auðvitað):
Var búin að borða svo hollt öll prófin (ekkert nammi! Ekki einu sinni súkkulaði!) að ég bara varð að borða eitthvað gott svona síðasta kvöldið. Stakk þessu meira að segja inn í ofn eins og ítalirnir gerðu við forréttinn hennar Silju fyrir jólin, og þetta var svooo gott...
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Og þá var eftir eitt...
Birt af Unnur kl. 16:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli