sunnudagur, janúar 07, 2007

Nöldur pöldur

Í dag náði prófstressið í skottið á mér. Hélt ég yrði alveg kúl á því í prófum sem ég veit ég er að fara að falla í en nei, þetta bannsetta munnlega próf er alveg að fara með mig. Það er eitt að hripa eitthvað bull á blað og skila því en annað að þurfa að horfast í augu við kennarann og bulla uppí opið geðið á honum. Líst ekkert á þetta. Og hvernig stendur á því að ég er búin að standast Evrópusamvinnukúrsinn hans Baldurs OG fara til Brussel í skoðunarferð, en man samt ekki neitt um Evrópusambandið, stofnanirnar, sáttmálana, ákvarðanatökuferlið, bara ekki noget som helst?? Ég held í alvöru stundum að ég hljóti að vera komin með snert af heimskunni.
Próf á fimmtudag og svo tvö á föstudag, þar á meðal þetta munnlega. Hvar ætli maður geti keypt spítt í Strass?

Engin ummæli: