sunnudagur, nóvember 26, 2006

L-Ú-Ð-I

Ég er bara að verða meira og meira töff hérna í Strass. Á fimmtudaginn fór ég að skæla í skólanum. Tvisvar. Og ekki útaf neinu almennilegu eins og kennara sem sagði að ég væri of vitlaus til að vera í háskóla, eða yfirþyrmandi prófkvíða, heldur af því við vorum að horfa á bíómynd. Og ekki bara einhverja bíómynd, heldur bíómynd með KEVIN COSTNER! Jább. Ef þið viljið aldrei tala við mig aftur þá skil ég það vel. Ég myndi persónulega hætta að tala við mig.
(Mér til varnar: Það varð næstum kjarnorkustyrjöld og HEIMSENDIR, og samtals áttu þeir þrír 16 börn, og eitt þeirra spilaði ruðning í sló mó, en svo snéru skipin við! Þau snéru við! Og þá skælir maður... En sum héldu samt áfram. Og það komu tvö bréf! Tvö! Og þeir drápu flugmanninn! En svo kom sólin upp! Hún gerði það! Og Rússar elska börnin sín líka! Og Kevin Costner fór að gráta í eggin sín, og hvað gerir maður þá annað en að skæla með honum? Ekkert. Ég er að spá í að láta bara tattúvera stórt L á ennið á mér til að spara fólki tíma sem annars færi í að gera táknið með þumli og vísifingri þegar það sér mig.)

Engin ummæli: