mánudagur, nóvember 13, 2006

I am so smart! S-M-R-T!

Vandræðalegt ástand hér í borg um helgina... Frakkar lokuðu öllu á laugardaginn til að fagna því að þeir hafi á þessum degi árið 1918 unnið sigur á Þjóðverjum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ég bý á landamærum Frakklands og Þýskalands og umgengst jöfnum höndum Frakka og Þjóðverja. Við skulum bara segja að ekki allir hafi verið í jafn miklu veisluskapi þessa hátíðina... Það vill samt svo skemmtilega til að á þessum sama ágæta degi átti samband Mathilde (Frakki) og Jacob (Þjóðverji) ársafmæli og við fögnuðum því í staðinn að þau væru allavega að gera sitt og fórna sér til að halda friðinn milli þjóðanna. Annars var ég mest upptekin við að gera ekki neitt um helgina, en þið?

Engin ummæli: