Nýjasta æðið mitt: Gúrkubitar með stöppuðum fetaosti. NAMM! Allir íbúar Slátrarastrætisins eru orðnir fíklar og nú er ekkert í ísskápnum okkar nema fullt af gúrkum og fetaostskrukkum, og ég endurskilgreini hér með hugtakið ,,gúrkutíð". Ég mana ykkur til að prófa (þið getið verið minimalísk eins og ég eða gert eins og Matthildarnar og bætt út í réttinn ediki og hunangi, en mér finnst það persónulega vera skref afturábak). Næringarlega séð er þetta æði mikið betra en síðasta (camenbert á baguette), sem ég kenni algjörlega um það að ég get varla lengur hneppt gallabuxunum mínum.
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli