þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Allt er stærst í Ameríku!

Skemmtilegt samtal sem ég átti við bandaríska skólasystur mína í dag:
Hún: Þú verður að koma einhverntímann að heimsækja mig til Bandaríkjanna, við erum með allar gerðir af fólki og náttúru, meira að segja hæsta fjall í heimi!
Ég: Ha? Er það ekki Mt. Everest..?
Hún: Jú, Mt. Everest er í Bandaríkjunum.
Ég: Ertu viss? Því ég held það sé í Himalayafjöllunum...
Hún: Já, þau eru í Bandaríkjunum.
Ég: (Að reyna að vera kurteis) Ertu viss..? Því ég held þau séu í Asíu...
Hún: (Hlær innilega) Neineinei, þau eru sko í Bandaríkjunum. Asíu, hah!
Ég: Uh. Allt í lagi. Ég er ekkert rosa góð í landafræði sko...
Hún: Greinilega ekki!

Engin ummæli: