Í gær var ég að læra í herberginu mínu (les. skrifa jólagjafalista og borða súkkulaði) þegar Matthildarnar koma ferlega spenntar og segjast vera með svolítið óvænt handa mér. Svo ég elti þær fram og rekst þar á lítið og bústið jólatré með sjúklega blikkandi seríu. Og þar sem ég er ekki flogaveik þá fannst mér það mjög skemmtileg sjón. Það fyndna er að svo var ég rukkuð um þriðjung af kostnaðinum. Er það venjulega gert þegar fólki er komið á óvart? "Vúh, Jói, SURPRISE, til hamingju með afmælið, blííístr! Og hérna er reikningur fyrir þínum hluta af kökunni, gjössovel." Skrýtið. En samt skemmtilegt, og jólatréð er ekta, en frekar lyktarlaust finnst mér. Er að spá í að kaupa svona kúkasprey með grenilykt og úða á það.
Allir sem þekkja mig vita að mér finnst jólaskraut sem blikkar ekkert sérstaklega skemmtilegt, og hér, bæði á jólabollutrénu okkar og í gamaldags og rómantíska miðbænum, blikkar allt sem blikkað getur. Fer borginni ekkert sérstaklega vel finnst mér, frekar takkí og smekklaust alltsaman, en samt jólalegt og krúttlegt á sinn hátt. En í allri smekkleysunni fannst mér þess vegna fyndið hvað Matthildarnar voru hneykslaðar þegar ég sagðist ætla að kaupa nokkrar jólakúlur til að hengja á Vegas-tréð okkar. Þeim fannst það freeekar hallærisleg hugmynd, og ekki fara alveg við áhrifin sem þær voru að reyna að ná fram. Hm. Allt í lagi.
sunnudagur, desember 03, 2006
Sapin de Noel
Birt af Unnur kl. 14:56
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli