föstudagur, desember 22, 2006

Föst

Þá er maður greinilega komin á Íslands farsælda Frón. Það er ekkert þjóðlegra en að vera veðurtepptur. Við ætluðum að fljúga í jólasæluna í sveitinni í dag en fluginu var aflýst og verður ekki annað fyrr en í fyrsta lagi um hádegisbilið á morgun. Ég tek því sem skýru merki þess að ég eigi að kíkja út á lífið í kvöld og njóta þess að berjast við storminn og reyna á sama tíma að halda jafnvægi á háum hælum, passa hárið og maskarann og ná andanum á móti rokinu. Þetta get ég til dæmis aldrei gert í Strass.
Annars hafa nýjustu rannsóknir mínar á landi og þjóð leitt það í ljós að molinn hennar Ásu er fallegasta og yndislegasta barn sögunnar. Ég ætlast ekki til að þið trúið mér sem ekki hafið séð hann svo ég rændi sönnunargagni af síðunni hans, og vona að foreldrar hans fari ekki í mál við mig (þýðir ekkert hvort eð er Ása mín, ég á ekki túkall með gati):

Engin ummæli: