miðvikudagur, desember 13, 2006

Blíða drottning...

Nú þegar ég er búin að labba og hjóla um allt í rúma þrjá mánuði, og ekki stigið upp í bíl síðan fjölskyldan mín heimsótti mig á fína BMW leigujeppanum (sem þau voru svo hrifin af þegar ég hitti þau að ég þurfti að skipa þeim að hætta að segja mér frá fídusunum í gluggunum og KNÚSA MIG) þá átta ég mig á því að það er bara eitt sem ég sakna við það það vera á bíl. Það er að í bílnum hefur maður næði til að syngja hástöfum, enda gerði ég það samviskusamlega á hverjum degi heima á Íslandi, bílstjórum sem lentu við hliðina á mér á ljósum til mikillar gleði. Ég hef hinsvegar ekki sungið svo mikið sem eina nótu síðan ég kom til Frakklands, og uppá síðkastið hefur oft gripið mig skyndileg löngun til að syngja lítið lag, sem ég hef staðist nágranna minna vegna (veggirnir eru búnir til úr einhverju með svipaða hljóðeinangrunareiginleika og tissjú). Það er eins gott að ég er að fara að koma heim, held ég geti ekki barist við löngunina mikið lengur. Skemmtilega er að það hefur greinilega gripið mig mikill jólaandi því það eina sem mig hefur langað að syngja síðasta mánuðinn eða svo er Ave María eins og hún var alltaf sungin á jólatónleikunum í menntó, það er algjörlega fast í hausnum á mér.
PS. Þeir sem ætla að kommenta og segja mér að gefa skít í nágrannana og syngja bara samt hafa aldrei heyrt mig syngja. Ekki einu sinni reyna það, það er bara vandræðalegt fyrir alla.
PPS. Hrefna, við tökum saman eitt jólalag þegar ég kem heim!!! ;)

Engin ummæli: