Í kvöld ætlar Mathilde 2 að elda handa okkur öllum. Ég var búin að þiggja boðið þegar hún tilkynnti að í aðalrétt væri... súrkál! Hjááálp... Það er sérréttur Alsace-héraðs og mér finnst það svo ógeðslegt að ég er nokkuð viss um að sá sem fann það upp sé sá hinn sami og fann upp nælonsokkabuxurnar og hnakkana á spinninghjólin. Semsagt Satan.
Í öðrum fréttum þá fékk ég fyrstu frönsku ritgerðina mína til baka í morgun. Þessa sem ég sat sveitt yfir í marga daga. Kennarinn sagði að hún væri ágæt nema ég þyrfti að vanda mig. Ég vona að maðurinn hennar eldi handa henni súrkál í kvöld.
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Kvabb
Birt af Unnur kl. 11:56
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ú tvennskonar comment-box, ég ætlað að brúka báða... þennan hér...
Skrifa ummæli