föstudagur, mars 10, 2006

Við Pam

Ég renndi andlitinu á mér í gegnum þetta forrit (hugmynd stolið af síðu hjá Halla hennar Mangóar, sem ég þekki ekki en hafði vit á að byrja með Mangó og er því í góðu bókunum mínum) og af öllum 3200 frægu andlitunum í gagnagrunninum þeirra reyndist ég líkjast Pamelu Anderson mest. Frábært. Það þýðir að strákarnir í níunda bekk höfðu rétt fyrir sér, sem er ógnvekjandi og svekkjandi tilhugsun. Í öðru sæti voru svo Mai Kuraki (sem er hver?) og Amanda Peet. Renée Zellwager var hvergi sjáanleg á listanum mínum, svo injófeis allir sem hafa sagt að við séum líkar. Hah.
Heimavinnan ykkar er að hlaða inn ykkar eigin mynd og segja mér í kommenti hverjum þið líktust mest. Prittí plís...
Hér eru allavega mína týndu systur:

Engin ummæli: