laugardagur, mars 04, 2006

Lifi einstaklingsframtakið

Þegar ég var í vinnunni á fimmtudaginn kom ný sending. Ekki í kassa sem þarf að taka uppúr og setja á herðatré eins og venjulega heldur kom þessi vara bara gangandi inn og hoppaði sjálf uppí hillu. Sem sparaði mér heilmikla vinnu. Eftir einhverja stund sá varan að hún var á lítt söluvænum stað í búðinni svona í neðstu hillunni og flutti sig um set yfir á mitt gólf, í sokkakörfuna. Maður þarf ekki einu sinni að hafa áhyggjur af útstillingunum lengur, þetta sér um sig sjálft. Ekki kvarta ég, meira nethangs fyrir mig.

Engin ummæli: