fimmtudagur, mars 09, 2006

Fansípents

Uppgötvun dagsins: Það eru strangar kröfur um klæðaburð í Brusselferðinnni. Dragt á stelpurnar og jakkaföt á strákana, alla dagana nema casual sunday, og væntanlega vonandi dagana sem við komum og förum (ég held að líkurnar á því að deyja í flugvél aukist í línulegu hlutfalli við fjölda farþega í formlegum klæðnaði). Það þýðir fimm dagar í dragt. Göreit. Hér eru vandamálin sem það skapar, í tilviljanakenndri röð:
- Ég er álíka há og skyr.is drykkjarskyrsdós, og dragtir eru álíka fínar á mér og á þeim.
- Ég á eina dragt,
sem ég nota við útskriftir og jarðarfarir, atburði sem endast vanalega ekki í fimm daga svo ég sá það ekki sem stórt vandamál þegar ég keypti hana að hún átti til að krumpast örlítið. Pant ekki taka straujárn með til útlanda.
- Handleggur og fótleggur er of hátt verð til að greiða fyrir flík sem þú lítur út eins og skyr.is drykkjarskyrsdós í.
- Það er ekki toppurinn að vera í teinóttu. Ekki frekar en stórir strákar fá raflost. Popparar ljúga.
Ég man ekki alveg hvert ég var að fara með þessu, en ég þarf semsagt að kaupa mér dragt. Góð saga.

Engin ummæli: