föstudagur, mars 17, 2006

Þessi fyndna

Í Mogganum á miðvikudaginn var birt sú skoðun blaðamanns að ég sé fyndin stelpa. Því er ég hjartanlega sammála og hvet alla til þess að líta í blaðið, lesa gagnrýnina fyrir "Í beinni" og sjá það svart á hvítu að ég er víst fyndin. Farið svo að hlæja að bröndurunum mínum ormarnir ykkar.
Á morgun kveð ég köttinn og legg af stað til Brussel, þar sem ég ætla að freista þess að vera fyndin á fleiri tungumálum. Ég læt Moggann vita hvernig gengur.

Engin ummæli: