fimmtudagur, mars 02, 2006

Blaður

Það er eitthvað við fyrstu línuna í Fix You með Coldplay, sem er svo einfalt en samt svo sorglegt að mig langar alltaf að verða dramatísk og fara að skæla þegar ég heyri hana. "When you try your best but you don´t succeed". Því það ætti að vera bannað. Að gera sitt besta og mistakast samt. Í góðum amerískum bíómyndum gerist það til dæmis aldrei, þá er nóg að bíta á jaxlinn og gera sitt besta og þá gengur allt upp. Raunveruleikinn þarf að ráða sér betri handritshöfund. Það er tvennt í stöðunni; að gera sitt besta og taka sénsinn á að mistakast samt, og verða þá að játa sig algerlega sigraðan, eða að gera ekki alveg sitt besta, auka líkurnar á að mistakast en geta þá allavega sannfært sjálfan sig um að það hefði tekist hefði maður gert sitt besta. Af tvennu illu held ég að það sé skömminni skárra að tækla hlutina með fyrri aðferðinni. Verst að ég held mér hætti til að detta í þá seinni. Ég gæti það sko alveg ef ég vildi það, ég bara vil það ekki. Right.
Svakalega verð ég hástemmd svona á kvöldin þegar mér er of kalt til að geta sofnað! Brr.
Afsakið klisjurnar kjúklingarnir mínir, en þetta gerist nú ekki oft.

Engin ummæli: