Nú er bara árshátíð í Klassanum annað kvöld, svaka stuð, afgreiðslan full af megrunarbjór (hvern hefði grunað það...) og allir í góðum gír. Góð mæting, líklega um 150 manns, verður grill og júróvissjón gerð góð skil. Ég ætla auðvitað að vera fyrirhyggjusöm og koma mér í gott form fyrir árshátíð, ætla að vakna 6 í fyrramálið til að taka æfingu fyrir skyndihjálparnámskeiðið, þá verð ég örugglega orðin mjó og sæt fyrir kvöldið sko. Sem er mjög gott. Lilja er svo búin að samþykkja að reyna að mála á mig andlit í tilefni dagsins. Sem er líka gott.
Annars er ég niðri í baðstofu núna, það er ekkert búið að vera að gera svo ég og Bylgja erum búnar að vera að tapa okkur, hvor í sínu horni, bein símalína milli afgreiðslu og baðstofu, agalega patent, við erum semsagt ekki búnar að vera mjög afkastamiklir starfskraftar... Nema kannski áðan, þá tókst mér að fá það í gegn að láta prenta alla árshátíðarmiðana okkar aftur því það var málfræðivilla á þeim. Ég er smámunasamasta dýr í heimi, það er nokkuð ljóst.
Eftir árshátíðina verður haldið á Nasa, vona að sem flestir verði í bænum því nú á að gera þetta almennilega og dansa af sér allan megrunabjórinn!!!
föstudagur, maí 14, 2004
Birt af Unnur kl. 22:44
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli