laugardagur, maí 22, 2004

Ég held ég sé búin að ákveða að taka mér ársfrí frá verkfræðinni. Þetta orðalag lýsti mér reyndar ágætlega, ég held ég sé búin að ákveða... Get ekki fyrir mitt litla líf tekið ákvarðanir og þar sem mamma er búin að bíta í sig einhverja vitleysu um að ég eigi að lifa sjálfstæðu lífi og taka eigin ákvarðanir (fuss) held ég að úllen dúllen doff fari að verða viðurkennd leið til að taka stórar ákvarðanir í tilveru minni. Mjög efnilegt. Þetta er alltof mikið álag...
Langar semsagt núna að vinna fram að áramótum ca og stinga svo jafnvel af úr landi, fara í dansskóla helst, eða læra eitthvað mál, bara gera eitthvað! Sendi fullt af ímeilum í fullt af skólum áðan að biðja um upplýsingar. Ég nenni nefnilega ekki að lesa þúsund vefsíður og stagla mig í gegnum lýsingar um námskeið á hinum og þessum tungumálum svo ég bjó bara til eitt bréf sem ég sendi á öll vefföng sem ég fann tengd dansi og dansskólum. Ætla bara að láta forlögin ráða þessu og vona að sá skóli sem mér er ætlað að fara í svari mér bara og segi mér að mæta. Það er, geri það sem mamma neitar að gera og taki ákvörðunina fyrir mig. Bjartsýnin ríkir í Unnarborg as per usual.

Engin ummæli: