Jæja, þá er það að verða nokkuð ljóst að ég er ekki að fara að gera neitt stórkostlega hluti í þessu prófi á morgun... Þetta hlýtur að vera samhengislausasta og verst skipulagða námsefni sem ég hef nokkurn tímann komist í kynni við, arkitektar eru ekki uppáhalds stéttin mín í dag. (Vá hvað mér finnst ég orðin stór þegar ég er búin að mynda mér skoðun á arkitektum sem starfsstétt, magnað yfir hverju maður getur nöldrað þegar maður er skriðinn yfir tvítugt.) Þetta þýðir nú samt að á morgun verð ég búin í háskólanum þessa önnina, vei! Og ætla líklega bara að skella mér útá lífið í tilefni þess, langt síðan ég hef dansað lítinn dans og hneykslast á drykkjumenningu landans og því að strákar sem eiga ekkert í mig drekki í sig kjark og leggi til atlögu, tímasóun beggja aðila þar sem ég er auðvitað yfir þetta pakk hafin. Vá hvað það er gaman að vera viðbjóðslega hrokafullur asni, ný stefna: Pollýönnu attitudið er hérmeð grafið og Kári Stef grafinn upp úr sálafylgsnum mínum. Tada, ég kynni: Unnur Stef! (Vantar samt handfrjálsa búnaðinn, hlýt að geta föndrað hann úr gamla vasadiskóinu mínu og smá vír úr bílskúrnum, ekkert sem segir að hann þurfi að virka...)
laugardagur, maí 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli