Ég er að fara í svaka skvísupartý á laugardaginn hjá Hrefnu minni, hún ætlar að halda ungfrú Ísland partý með bleiku þema. Við ætlum allar að æfa okkur að brosa gegnum tárin og glósa fyrir þátttöku okkar á næsta ári. Mjög nauðsynlegt.
Annars hef ég nú ekki miklu að deila með þjóðinni, ég er bara á fullu að þjálfa Lilju og það gengur alveg glimrandi, er svo að skrifa skýrslu um það og læra fyrir prófið sem ég tek 12. júní. Svo þarf ég bara að sækja um aðstöðu til að þjálfa í Klassanum og krossa putta. Ef ég fæ hana er ég vel sett, get þá allavega æft mig og fest það í hausnum sem ég var að læra. Maður verður finnst mér nefnilega að æfa sig strax, annars er þetta farið um leið... Svo allir sem hafa putta á lausu til að krossa þá með mér mega það gjarnan.
fimmtudagur, maí 27, 2004
Birt af Unnur kl. 22:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli