mánudagur, febrúar 23, 2004

Síðustu vikur er ég búin að komast að því að næstum allur vinahópurinn minn er búinn að kúldrast í skápnum alla sína hunds og kattartíð en virðist líka allur tilbúinn að koma út úr honum núna, enda nóg komið. Þá er ég ekki að tala um þennan klassíska skáp þeirra sem girnast eigið kyn (enda væri það ekkert merkilegt þar sem stór hluti vina minna er löngu kominn útúr þeim lúna skáp, orðið frekar þreytt mál) heldur dansskápinn, þéttsetnari mublu en mig hefði nokkurn tímann grunað. Og nú vilja þessi ungu dansfífl með sínar blöðrulausu tær endilega að ég kenni þeim að dansa, ég er að fá fyrirspurnir úr ólíklegustu áttum, sem er mjög skemmtilegt (alltaf gaman að vera vinsæll) en ég þarf að leggja höfuðið ansi vel í bleyti ef ég á að geta gert eitthvað úr þessu máli þar sem ég er ryðgaðri en fólk virðist gera sér grein fyrir. (Þá er ég að tala um samkvæmisdansa, hin tegundin af dansfíflunum er að fá útrás nú þegar). Ég er að vinna í að leysa þetta mál, veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í því en það er semsagt í vinnslu... Vil endilega fá þessar elskur til að dansa með mér, það er ekkert skemmtilegra til, en þarf að reyna að finna leið til að búa til svona "allir dansa saman" aðstæður frekar en "Unnur kennir öllum að dansa" aðstæður því ég er bara of mikið kjánaprik í þessarri deild þessa dagana til að geta það :) Ég er nú samt ferlega ánægð með ykkur sko!!! (Þau fáu ykkar sem aksjúalli lesa þessa síðu... hmm, oh well, hringi í rest...)

Engin ummæli: