Kannski kominn tími á að láta vita af sér? Jæja, ég er búin að vera afskaplega upptekin, byrjaði að vinna í World Class sem er frekar tímafrekt alltsaman, en ekkert á við danskennsluna fyrir Skeljung, það var nú mesta tímaryksuga sem ég hef komist í kynni við! Ef það hefði ekki verið svona svakalega gaman væri ég örugglega pirruð yfir öllum tímunum sem fóru í að semja þetta og kenna, en þetta var alveg æðislegt alltsaman, gott fólk sem gaf sig allt í þetta og ég er mjög fegin að hafa tekið þetta að mér :) Endaði svo allt með árshátíð á föstudaginn með tilheyrandi spennufalli og kvíðaköstum, svaka stuð! Skeljungarnir mínir stóðu sig svona líka eins og hetjur og eyddu kvöldinu í að þiggja drykki og hrós frá þakklátum starfsfélögum á meðan ég eyddi minni orku að mestu í að passa að hlýralausi kjóllinn minn héldist upp um mig (sem hann gerði að mestu, rúmba er hættuleg!). Einn af Skeljungunum reyndist vera samkvæmisdansari inni við beinið svo nú á að taka fram dansskóna og fara að æfa svoleiðis aftur, sem er einmitt það skemmtilegasta sem ég geri svo ég er voða spennt :) Skólann stunda ég svo milli mála... Skeljungarnir hvöttu mig svo til að hafa danstíma áfram fyrir starfsfólkið þar, held það hafi átt að byrja skráningu í dag og ég vona bara að einhver skrái sig, þetta er ekkert smá skemmtilegt alltsaman og magnað hvað smá hopp og dill gefur fólki mikið (myself included).
Að lokum langar mig að segja að þið sem haldið því alltaf fram að ég hljóti að vera dauð þegar ég blogga ekki eruð ekkert að hafa fyrir því að hringja og tékka á mér (ha, Gunni!!!) svo ég fer að verða pínu sár... ;)
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Birt af Unnur kl. 18:41
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli