Ég sit hér á Reykjalundi í básnum hennar mömmu (samviskusamlega skreyttum vitnisburðum um öll afrek mín í gegnum tíðina auðvitað) og bíð eftir rúðuþurrkuviðgerðamanninum (a.k.a. pabbi). Það er alltaf afskaplega fræðandi að koma hingað, skil ekkert í því af hverju "the Office" er að vekja svona mikla athygli þessa dagana þegar hér er alvöru skrifstofa með mikið athyglisverðara dýralífi. Ég geng allavega alltaf hressari héðan en ég kom og það verður nú ekki sagt um margar skrifstofur, venjulega fær maður kaldan svita og athyglisbrest við það eitt að stíga inn á þær. Stelpur eru sniðugar!
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli