Vá, ég var að koma af æfingu og ég er ekkert smá glöð. Það er örugglega mjög smáborgaralegt að gleðjast yfir svona en ég ætla að gera það engu að síður. Með okkur á æfingu voru semsagt núverandi heimsmeistarar í samkvæmisdönsum og þau voru svooo flott, það var magnað! Að vísu fengu þau mann til að sjá alla sína eigin galla í tíunda veldi og ég varð á mettíma feit, skakklöppuð og afskaplega taktlaus en það var alveg þess virði, flott að sjá par hafa svo gaman af því sem það gerir að það næstum fellur bara í trans og tekur ekki eftir neinu í umhverfinu nema hvoru öðru. Tvímælalaust besta æfing sem ég hef farið á lengi :)
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli