Fór í fyrsta skipti að æfa í World Class í morgun, í Spöngina til Hrefnu og það var æðislegt alveg, svaka fín stemmning hjá þeim. Eini gallinn er að ég virðist hafa týnt lærunum mínum þar... Það er þó ekki svo gott að þau hafi minnkað, ég sé þau alveg ef ég lít niður, þau virðast bara hafa misst tengslin við afganginn af líkamanum, ég finn ekkert fyrir þeim og þau virka ekki undir álagi, hrundi næstum á hausinn í danstíma áðan þegar annað þeirra skyndilega gaf sig... Sem er hreint ekki mjög pent eða dömulegt á að horfa.
Annars virðist líf mitt fara fram að miklum hluta til fyrir framan spegla þessa dagana, í World Class og dansinum, sem hefur leitt til skyndiheilsuátaks.
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Hvar eru lærin mín?
Birt af Unnur kl. 18:35