þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Við Sófus

Ég á í mjög uppbyggjandi og gagnlegu sambandi við sófa. Alltaf þegar ég þarf að hugsa um tilgang lífsins og vinna úr hinum og þessum kvíðaköstum leggst ég á sófann hennar Lilju, skýt þar rótum í minnst hálfan sólarhring í einu, missi yfirleitt meðvitund allavega einu sinni í hvert skipti og kem út betri manneskja. Svo það er greinilega rétt hjá amerísku bíómyndunum að það sé geðheilsunni í hag að fara til sálfræðings reglulega, liggja þar á sófa og láta leysa úr krísunum, eini misskilningurinn virðist samkvæmt mínum rannsóknum vera að sálfræðingurinn sé mikilvægur hluti jöfnunnar, sófinn gerir greinilega sitt gagn algerlega án hans. Allavega þessi umræddi sófi, langaði bara að mæla með þessu svona þegar skammdegisþunglyndið er að ná hámarki... Allir í sófann!

Engin ummæli: