þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Annað fólk skilur engan veginn af hverju mér er svona gasalega illa við að fara til tannlæknis. Alltaf þegar ég fer gerast kjánalegir hlutir (svolítið eins og hjá Phoebe, mínus dauðsföllin...) og heimsókn mín þangað í morgun er lýsandi dæmi. Þegar ég kem til að láta föndra svolítið er það fyrsta sem ég heyri tannlækninn minn segja við klínikdömuna að hún sé orðin svo lasin að hún sjái varla lengur, hvað þá standi í lappirnar, og hún verði að afpanta alla tíma það sem eftir sé dagsins. Nema minn!!! Jibbí. Ég fékk að sitja með opinn gúlann á meðan hálfmeðvitundarlaus tannsi reyndi að greina milli tannanna á mér gegnum flensumóðuna. Ég skelf ennþá...

Engin ummæli: