Þá er ég víst búin að halda goggi ansi lengi hérna, og get ekki einu sinni sagt að það sé sökum anna því það er eiginlega búið að vera óvenju lítið að gera uppá síðkastið. Ég virka bara ekki ef það er ekkert álag, þá fer ég beint í letigírinn. Ég er reyndar búin að eyða miklum tíma með höfuðið í bleyti, er að reyna að ákveða hvað ég á að gera í sumar, hvort ég á að vera heima eða stinga af út og hvert út þá, hvað ég á að gera næsta vetur, verkfræðihlé eða ekki verkfræðihlé... Hjálp!!! Ef einhver er tilbúinn að taka af skarið og taka þessar ákvarðanir fyrir mína hönd er það meira en velkomið og ég bendi á kommentakerfið.
En nýjustu fréttir:
a) Fór á árshátíð verkfræðinema á Hótel Örk, sem var fínt, strákar að dansa eighties eru alltaf sniðugir, komst samt að því að strákar eru kjánar (fékk veiðilínuna "Volvóinn minn jafnast ekkert á við þig", úff...) og endaði á að elta stelpurnar allt kvöldið, sem var mjög skemmtilegt.
b) Vann voða mikið í klassinu svo tærnar mínar eru í uppnámi í augnablikinu eftir óhóflegar stöður bakvið afgreiðsluborð.
c) Fór í matarboð sem lukkaðist fínt og ég þakka gestgjöfum og öðrum viðstöddum hérmeð kærlega fyrir mig, skemmtilegt kvöld :)
d) Fór líka í bíó að sjá American Splendor, sem ég vissi ekkert um þegar ég mætti á svæðið en komst að því að hún er algjör snilld! Fékk líka smá tækifæri til að spjalla við hana Möggu mína sem var mjög nauðsynlegt.
e) Hm, var að tala við Hrefnu meðan ég ritaði þetta og hún er að reyna að plata mig með sér í dansskóla í Danmörku... Athyglisvert... Ég er alveg ringluð... :s
f) Er ég ekki skipulögð?! :)
mánudagur, mars 08, 2004
Birt af Unnur kl. 13:03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli