sunnudagur, mars 21, 2004

Ég sá Evróvisjón lagið okkar þetta árið frumflutt í gær (já, ég horfði á Gísla Martein, en það var óvart!) og ég var pínulítið vonsvikin. Ég var búin að sjá Jónsa svartklædda fyrir mér í svakalegu stuði að heilla alla Evróvisjón hommana uppúr skónum, en hann fær bara að syngja einhverja ógó væmna ballöðuklisju, með versta texta sem ég hef nokkurn tímann heyrt (ég hef Birgittu Haukdal sterklega grunaða um að vera höfundur hans). Hann er auðvitað á ensku en svo greinilega saminn af manneskju sem á ekki ensku sem móðurmál og Jónsi er það af leiðandi allan tímann æðislega "blue" og that´s about it bara. Minnir svolítið á týnda erindið úr hinu klassíska leikskólalagi "allt sem er rautt, rautt, finnst mér vera fallegt, fyrir vin minn litla indíánann"...

Engin ummæli: