fimmtudagur, mars 18, 2004

Vá, það er allt of snemmt fyrir nátthrafn eins og mig að vakna svona klukkan sex á morgnana, nú er klukkan ekki nema rúmlega átta og ég er samt alveg að leka niður í vinnunni... Ég er samt í baðstofunni svo það er nánast ekkert sem ég þarf að gera nema brosa, rétta fólki handklæði og ausa vatni á grjót á klukkutíma fresti. Svo ég er alveg að sofna, zzz... Svo er auðvitað enginn mættur á msn á þessum ókristilega tíma til að skemmta manni og ég hef mjög takmarkað þol fyrir lestri kvennatímarita, eftir tvö/þrjú langar mig bara ekkert að vita hvort Jordan og Peter Andre séu alvöru par eða bara athyglissjúk og ef Jennifer Aniston lætur Brad Pitt barna sig sé ég ekki alveg hvar ég kem inn í dæmið...

Engin ummæli: