Mætti í vinnuna í gær klukkan 6 og það er betri vinnutími en ég áttaði mig á, maður er bara búinn að vinna fullan 8 tíma vinnudag klukkan 14 og þá er allur dagurinn eftir :) Vei!
Ég er komin í svo svakalegt sumarskap að það ætti að vera bannað á þessum árstíma, svo var verið að bjóða mér gistingu í viku í júní í húsi í Torrevieja og vonin um viku á Spáni gerði ekkert nema auka á árstíðavilluna mína. Ætti maður að skella sér með? Flugið kostar 30 þús fram og til baka, sem er nú ekkert voðalegt. Hmm... El verano ya llegó, ya llegó, ya llegó... :)
fimmtudagur, mars 25, 2004
Birt af Unnur kl. 13:35
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli