Úff, ég ætlaði aldrei að ná að losa mig við þessi spurningamerki, ég hef alltaf staðið í þeirri trú að ástæðan fyrir því hversu illa mér gengur í tölvumálum væri að ég skildi ekki tölvuna en nú virðist mér hún eiga í svipuðum vandræðum með mig... Sem er léttir, ég er þá allavega flóknari en ég gaf mér kredit fyrir.
Ég er í tölvustofunni og á að vera að gera teikningu af húsinu mínu í vektor works en Unnsa álfur gleymdi grunnteikningunum heima svo nú er ég bara að drepa tímann fram að vinnu. Svaka stuð.
Er að fara á eftir að sækja um vinnu fyrir sumarið, ég veit ekkert hvað ég get fengið mikla vinnu í World Class í sumar eða hvar ég á annað borð verð í heiminum svo ég ætla bara að sækja um fullt og vona að ég fái eitthvað.
Já, og ég er hætt að dansa við strákinn sem ég var að dansa við (surprise, surprise...) svo ég er að leita að nýjum ef einhver af ykkur er búinn að vera að leyna mig skuggalegri fortíð í dansi.
Annars kemur það í ljós á eftir hvort ég er ekki bara að fara að gera soldið skemmtilegt í vor (og svaaakalega fyndið) sem ég segi frá um leið og það er ákveðið. Ég veit allavega um eitt stykki wannabe Svía sem á eftir að gráta af hlátri :)
miðvikudagur, mars 10, 2004
Birt af Unnur kl. 13:39
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli