Þá er maður enn á ný í blessaðri baðstofunni að bora í nefið. Þema þessarar helgar held ég að sé samt át, mér var boðið í æðislegan mat bæði föstudag og laugardag og er að fara í enn eina fóðrunina á eftir. Sem er ekki alveg í stíl við fegrunina sem á að vera í gangi en einhverra hluta vegna er fólk að finna hjá sér þörf til að útvega mér næringu þessa dagana, og ekki kvarta ég! Á föstudaginn fór ég líka í ljós í boði Lilju (í fyrsta skipti síðan um fermingu held ég... eða svo gott sem) og brann á óæðri endanum fyrir vikið. Get nú ekki sagt að það hafi verið neitt sérstaklega gott fyrir kúlið en samt mjög dæmigert fyrir Unnsu :) (Mér líður betur í botninum núna ef þið voruð áhyggjufull...). Á eftir dró Guðrún Víkurmær mig í teiti hjá Jóni Erni sem var mjög ánægjulegt og þakka ég hérmeð fyrir mig. Þar var ríkulega veitt af mati og drykk en þegar í bæinn var komið gufaði gestgjafinn hinsvegar upp á afskaplega dularfullan hátt. Hmm... Við Guðrún gerðum samt okkar besta til að mála bæinn rauðan en fundum einhvern veginn bara engan stað sem var að spila almennilega tónlist nema Nelly´s, sem var að spila frábæra ´85 hallærispésatónlist. Þar hefðum við örugglega getað misst okkur í tvistinu mjög lengi ef ekki hefði verið fyrir alla veiklulegu gaukana sem rifu sig úr að ofan og fóru að nudda sér utan í okkur. Þá röltum við nú bara heim á leið enda of sómakærar stúlkur og vandar að virðingu okkar til að láta hafa okkur útí svoleiðis dónaskap á dansgólfinu.
sunnudagur, mars 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli