mánudagur, mars 03, 2003

Af hverju, af hverju, af hverju er alltaf svona kalt í bíó? Og fyrst það þarf að vera svona kalt, ætti þá ekki að minnsta kosti að vera hægt að fá teppi eða heitt kakó þar? (Hvorugt hægt, ég hef spurt...) Þetta er hneisa, blöðin í málið! Viss um að það er klausa um þetta í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, svona er traðkað á grundvallarmannréttindum manns! Gott ef þetta er ekki bara eitt af boðorðunum...

Engin ummæli: