fimmtudagur, mars 13, 2003

Síðan hvenær eru "nei, því það breytir ekki heiminum" gild rök fyrir að gera hluti ekki??? "Viltu koma í bíó?" "Nei, því það breytir ekki heiminum." Ha? Af hverju missti ég? Var að dreifa bæklingum um styrktarbörn í þróunarlöndunum fyrir ABC í dag og fékk þetta í hausinn. "Ég vil ekki styrkja barn því það breytir ekki heiminum." Minn rass sko, ég er brjáluð! Fyrir utan það að auðvitað breytir það heiminum að taka þátt í þessu, það breytir honum fyrir barnið sem þú styrkir, þá má fólk auðvitað ráða því hvort það kýs að gera þetta eða ekki, án þess að vera neitt verri manneskjur fyrir vikið. En þessi ömurlega réttlæting var bara einum of... Fólki er fullkomlega frjálst að búa í eigin boru alla ævi svo lengi sem það gerir það án þess að blekkja sjálft sig og aðra, en að reyna að réttlæta gjörðir sínar svona, foj...

Engin ummæli: