Nú ríkir sorg í herbúðum vettlingsins. Fór og gerði magninnkaup á friðarkertum þar sem þau líta út fyrir að verða nauðsynlegur útbúnaður friðarsinnans á næstunni. Skokkaði svo niður að sjó og kveikti í einu þeirra sem vott minn um samhug með þeim sem munu eiga um sárt að binda í kjölfar yfirvofandi hernaðarátaka. Mæli með að aðrir geri slíkt hið sama, að láta loga á friðarkerti við húsið sitt er friðsamleg leið til að láta í ljós andstöðu sína við stríðið sem bláa höndin hefur sjálfkrafa lýst okkur samþykk. Ingibjörg Sólrún vann sér endanlega inn mitt atkvæði í gær með því að mæta með skítugum almúganum á friðarsamkomuna á Lækjartorgi.
En nú hefur undirritaður vettlingur sumsé formlega flaggað í hálfa yfir þessu öllu saman.
þriðjudagur, mars 18, 2003
Birt af Unnur kl. 00:54
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli