Foreldraeiningin kíkti í heimsókn áðan til að hengja upp jólaljós í gluggana mína. Þau tóku með sér aðventuljósið með plastblómunum sem er búið að lýsa inn aðventuna síðan ég man eftir mér, og það situr núna í miðjum stofuglugganum mínum. Mömmu finnst það ferlega ljótt og segist vera fegin að losna við það úr húsinu sínu, en mér gæti ekki þótt vænna um það. Fór á kaffihús áðan og þegar ég slökkti loftljósin á leiðinni út var birtan af aðventuljósinu og jólastjörnunni í eldhúsglugganum var svo falleg að ég varð öll flöffí að innan.
Varasöm þessi jól. Gera mann allan meyran.
miðvikudagur, desember 05, 2007
Jólaflöff
Birt af Unnur kl. 02:26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hehe... einhverra hluta vegna minnist ég þess að síðan þú komst frá Frakklandi þá sé nú meira sem geri þig meyra... finnst eins og ég hafi lesið þá hlið á þér á blogginu eða bara í spjalli.
En það er fallegt :)
og flöffí að innan hljómar krúttlega. Hlakka til að sjá þig bráðum. - Ingunn
Haha, það er sennilega rétt hjá þér Ingunn, er orðinn algjör sykurpúði. Hið versta mál :)
Kaffi ljúfust!
Skrifa ummæli