sunnudagur, desember 02, 2007

Við kveikjum einu kerti á

Í gærkvöldi gerðist svolítið merkilegt. Við Rakel unnum tvo karlmenn í pool. Svo vann ég ein og sjálf einn karlmann í pool. Það er eitthvað skrýtið að gerast með þessa veröld. (Varð að vísu fyrir aðkasti því ég kallaði kjuðann "prik". en mér finnst að þeir sem nota svo umrætt prik aðallega til að skjóta kúlunum útaf borðinu og í höfuð nærliggjandi súkkulaðidrengja ekki eiga að kasta steinum.)
Annars róleg og góð helgi að klárast, búin að eyða töluverðum hluta af henni með familíunni og ekkert nema agalega gott um það að segja. Hef reyndar verið yfirheyrð nokkrum sinnum fyrir ákvörðun mína um að fresta BA skilum en hef mínar ástæður, sem ég nenni ekki að útlista hér en ef einhvern langar að kíkja í kaffi og fá löngu útgáfuna þá er það velkomið. Ennþá velkomnara eftir að ég jólaskreytti pleisið áðan. Meira að segja komin með aðventukrans á réttum degi, sem hlýtur að hafa komið æðri máttarvöldum ferlega á óvart.
PS. Þeim sem eiga erindi í Rúmfatalagerinn fyrir jólin vil ég benda á að veita athygli jólahórunni sem er þar til sölu. Mjög kósý.

1 ummæli:

Magnus sagði...

Jólahórunni? o_0

Þurfum klárlega að taka kaffibolla við tækifæri. ;-)