sunnudagur, desember 09, 2007

Brr...

Sófus sjötti er uppáhalds. Er að spá í að fela mig í töskunni hans þegar hann fer heim. Erum búin að blaðra stanslaust síðan hann mætti á svæðið og ég á eftir að sakna hans þegar hann fer, þó það muni nú hugga mig örlítið að endurheimta sængina mína. Hélt ég myndi deyja úr kulda undir aumingjalegu teppi í nótt.
Annars er þetta sniðugasti brúðhjónadans sem ég hef séð, hef þetta í huga ef mér skyldi detta í hug að gifta mig einhvern daginn:

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sófus sjötti er klárlega heitur gaur, þ.e.a.s. ef að það var hann sem var með þér úti að borða á laugardaginn ;)

Unnur sagði...

Það var Sófus sjötti sem þú hittir já, snoppufríður þessi elska.

Nafnlaus sagði...

Mig langar líka að sjá hann...hmm...

En já...góður dans...minnir mig á ákveðna árshátíð!

Unnur sagði...

Já, einmitt það sem ég hugsaði með dansinn, Selfoss 2005 beibí ;) Sælla minninga...