Ísland má eiga það að sunnudagskvöld hér eru miklu meira kósý en í Strass. Þar vantaði alveg slagveðrið til að setja punktinn yfir i-ið. Þetta rann upp fyrir mér áðan, þegar ég var búin að skúra mig út á svalir (sem ég geri einhverra hluta vegna í hvert einasta sinn sem ég skúra kotið) og tvísteig og beið eftir að gólfið þornaði nóg til að skottast inn í hlýjuna aftur. Svalasýnishornið mitt er í skjóli, og þar sem ég stóð og hlustaði á rigninguna og horfði á trén sveiflast í rokinu var ég voða glöð að vera komin heim frá útlandinu, þrátt fyrir matvælaverðið, rauðvínsleysið og BA-stressið.
Eftir skúringar setti ég svo upp eina jólaskrautið mitt. Keypti það í mæðgnaferð í Smáralind í gær, band með litlum, rauðum rugguhestum. Gleymdi að hugsa fyrir því hvert ég ætti eiginlega að setja það, og endaði á að vefja því utanum pottaplöntuna mína. Þar sem ég stóð og dáðist að skreytingunni áttaði ég mig á því að ég hafði gert akkúrat það sem ég er búin að hlæja að ákveðnum fjölskyldumeðlim fyrir að gera í mörg ár. Jólaskreyta pottaplöntu. Sjaldan fellur eplið og allt það.
Nú stendur til að kveikja á kertum og Cörlu Bruni, draga fram ullarsokkana, hita te og ráðast á heimadæmin. Ljúft!
sunnudagur, nóvember 25, 2007
Sunnudagur
Birt af Unnur kl. 19:03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Bara kósí :D
Oh ég er líka komin í smá jólafíling...fór að versla smá jólaskraut og seríur í gær og fyrradag og er alveg æst í að byrja að skreyta:)
Við Helga Vala vorum að spá í nörda piparkökubakstri einn daginn...annaðhvort í næstu viku eða eftir að ég kem heim frá NY. Ertu memm?
Það hljómar rosavel, count me in! Alltaf til í að baka nördapiparkökur :)
það vantar þig i föndurkvöldið mitt i koben...:)
p.s. ég er pínu nörd..
það vantar þig i föndurkvöldið mitt i koben...:)
p.s. ég er pínu nörd..
Skrifa ummæli