fimmtudagur, nóvember 29, 2007

He's making a list

Síðustu þrír dagar eru búnir að vera ferlega kjánalegir eitthvað. Ótrúlega erfiðir á milli þess sem þeir voru ótrúlega ljúfir og góðir. Miklar öfgar í gangi á öllum vígstöðvum og það er að gera mig dálítið bil. Vildi að ég hefði tíma til að leggjast undir feld í nokkra daga og hugleiða, en það er ekki í boði fyrir mig eins og er (ekki frekar en nokkurn Íslending í skóla á þessum árstíma), svo þá er bara að skrifa andlegan lista og díla við allt draslið þegar BA hefur verið skilað og jólasteikin verið melt.
Naughty: Vinnustaðamórall í sögulegu lágmarki, BA-verkefnið í tilvistarkreppu, vettlingur ringlaður og pínu tjúll.
Nice: Indælis humarsúpa, ljúfir tónleikar vættir í rauðvíni, rölt í jólaskreyttum miðbæ, kertaljós og skammdegisrómantík.

PS. takið eftir jólasveinahúfunni á íkornanum góða. Gerði hana sjálf. Næstum rauð og allt. Fín.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þúrt ktútt :o) ... og pakkar skólanum saman eins og þér einni er lagið.

Sjáumst eftir próf. 21 er það ekki???

Magga

Nafnlaus sagði...

Ég skal vera þér innan handar með smákökur og kósýheit á meðan BAið og allt skólóið er að plaga þig. Svo er bara hægt að hugsa sér sænska rúmbu og brasílískt kvikkstepp í glimmergalla með rakaða bringu, sprei tan og rosalega fjðrakjóla eitthvað. Heyrðu, ég er alveg á því líka að við gerum einn liríkal með I will always love you með Tinu Turner... Það er svo svaka huggó lag.

Unnur sagði...

Magga: Við sjáumst sko algjörlega 21. des, skyldumæting :)

Gunni: Ég hlakka svo tiiil að raka á mér bringuna og sauma fiður á fötin mín! Verður ofsa gaman :) En var ekki I will always love you með Whitney Houston..? Eníhú, ég er geim. Tilfinningaklám túlkað með dansi? Bring it on.