Ég þarf án gríns að fara að hætta að horfa á Dancing with the Stars, fæ svo mikinn fiðring í tærnar að ég get ekki sofið á eftir, og áðan fór ég næstum að gráta yfir vínarvalsinum. Jæks. Tók fram semi-dansskóna aftur eftir alltof langan tíma í síðustu viku og fór í einn salsatíma, uppskar geðveikislegar harðsperrur í iljarnar, og dansþráin mín versnaði um helming. Er að reyna þessa dagana að finna einhvern sem nennir að dansa við mig samkvæmisdansa en það gengur ekkert voðalega vel, margir búnir að bjóða sig fram í hálfkæringi en ég hef á tilfinningunni að enginn ætli að gera alvöru úr því. Var að vona að mér tækist að fá einhvern sem ég þekki eitthvað fyrir til að dansa við mig, þó það myndi þýða að hann væri að dansa í fyrsta sinn, því síðast þegar ég æfði dansaði ég við strák sem var ágætur dansari (töluvert betri en ég allavega) en við áttum engan veginn saman sem persónuleikar og það var algjörlega hræðilegt. Ótrúlega erfitt að dansa rúmbu við einhvern sem manni líkar ekki við, prófið það bara ef þið trúið mér ekki! Þetta á náttúrulega fyrst og fremst að vera skemmtilegt, svo í þetta sinn vil ég dansa við einhvern sem mér aksjúallí líkar við. Held þetta endi á að ég bjóði nokkrum vinum í partý, fylli þá og reyni að fá einhvern þeirra til að skrifa undir dansfélagasamning. Gott plan? Gott plan.
þriðjudagur, nóvember 20, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég er ennþá með fiðring i maganum eftir danssýninguna i kongunglega leikhúsinu i gær... ohh my god ,flottasta sýning ever!! við finnum okkur einhverja svaðalega danstíma þegar við komum heim!!
Oh, er sko til í það! Og gaman að heyra í þér um daginn svítí :)
Skrifa ummæli